Stofnað árið 1900
Leikfélag Húsavíkur var stofnað 14. febrúar árið 1900 og hét þá Sjónleikafélag Húsavíkinga. Það starfaði með allmiklum blóma fram undir 1920. Árið 1928 var svo félagið endurskipulagt, því sett ný lög og nafninu breytt í Leikfélag Húsavíkur. Félagið er eitt elstu leikfélaga á landinu. Um haustið 1973 þáði leikfélag Húsavíkur boð samtaka dönsku áhugaleikfélanna, Dask amatör teateramvirke, sem héldu það ár upp á 25 ára afmæli sitt. Leikfélagið hlaut styrk frá Norræna áhugaleiklistarráðinu til þess að flytja Ég vil auðga mitt land í Álaborg.
Selstöðuverzlun Örum og Wulf á Húsavík lánaði félaginu pakkhús til að leika í fyrstu árin og jafnframt geymslur fyrir leikmuni. Árið 1902 brann pakkhúsið og allar eigur sem félagið hafði þá eignast nema eitt leiktjald. Frá ársbyrjun 1974 fékk félagið í hendur rekstur gamla samkomuhússins á Húsavík og hefur nýtt þá aðstöðu síðan þá í uppsetningu á leikritum. Auk þess hafa verið sýnar þar kvikmyndasýningar og fleiri viðburðir.
Á 80 ára afmælishátíð félagsins var stofnað til einskonar leiklistarhátíðar, hinni fyrstu á Íslandi, hjá áhugaleikfélögum. Þrjú leikfélög komu í heimsókn til að setja upp sýningar. Það voru Leikfélag Sauðárkróks með Týndu teskeiðina, Leikfélag Siglufjarðar með Skírn og litla Leikfélag í Garðinum með Spegilmanninn. Leikfélag Húsavíkur sýndi sýninguna VALS.

