Fyrri sýningar
List of Services
-
Sex í sveit
Sex í sveit
-
Óvitar
Óvitar
-
Ávaxtakarfan
Ávaxtakarfan
-
Litla hryllingsbúðin
Litla hryllingsbúðin
-
BARPAR
Leikritið Barpar gerist á bar í smábæ á Norður-Englandi. Þessi ónefndi bar sem einkum er frægur fyrir það „að annað hvort kemur fólk í pörum eða það fer í pörum“. Áhorfendur fá tækifæri til að sjá og upplifa eina kvöldstund í lífi hjónanna sem eiga og reka staðinn en einnig koma við sögu fjöldi gesta á öllum aldri. Hjónin virðast við fyrstu sín hata hvort annað – hún daðrar skammlaust við alla gestina og drekkur út gróðann á meðan hann reynir að hafa stjórn á hlutunum. Skrautlegir og óvæntir gestir setja strik í reikninginn og hafa mikil áhrif á þau hjónin. Þegar kemur að lokun barsins um kvöldið bresta allar stíflur með óumflýjanlegu uppgjöri hjónanna á skuggalegum harmleik fortíðarinnar. Það er svo sannarlega spilað á allan tilfinningaskalann í þessari leiksýningu.
BARPAR
-
Sjóræningjaprinsessan
Allir upp á dekk í Samkomuhúsinu á Húsavík
Það sér í land. Hvar er fjársjóðurinn? Leikfélag Húsavíkur horfir á fjársjóðskortið en æfingar standa yfir á Sjóræningjaprinsessunni. Verkið fjallar um Soffíu sem elst upp á gistihúsinu Sporðlausu hafmeyjunni á friðsælli eyju í Suðurhöfum. Uppruni Soffíu á eyjunni er dularfullur og hún þráir að lenda í ævintýrum öfugt við Matta uppeldisbróður sinn. Soffía er fósturforeldrum sínum erfið en hún heldur því statt og stöðugt fram að hún sé sjóræningjaprinsessa.
Eitt óveðurskvöld skjóta tveir grunsamlegir náungar upp kollinum á Sporðlausu hafmeyjunni og fyrr en varir er Soffía komin út á rúmsjó með Matta og Grra, öðrum uppeldisbróður sínum og háskalegum sjóræningjum sem stefna til Milljónmaðkaeyju. Þar ráða mannætur ríkjum og tilvera Soffíu og vina hennar breytist hratt.
Í verkinu eru reyndir leikarar og þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref. Sýningin er ekki síst fyrir börn enda talsvert um börn í sýningunni sjálfri. Þrátt fyrir að söguþráðurinn sé spennuþrunginn er verkið skemmtilegt og fullt af beinskeyttri kátínu. Höfundur verksins er Ármann Guðmundsson sem Þingeyingar þekkja. Guðmundur Svavarsson samdi tónlistina í verkinu ásamt Ármanni sem á sömuleiðis söngtextana auk Sævars Sigurgeirssonar. Á Sporðlausu hafmeyjunni er húsband sem leikur undir í söng og dansi. Leikstjóri verksins er hin góðkunna María Sigurðardóttir.
Æfingar standa nú sem hæst og Samkomuhúsið fullt af lífi. Fólk á öllum aldri að leika, smíða, sauma, gera og græja. Það er í mörg horn að líta þegar verk sem þetta er sett upp enda hefur Leikfélag Húsavíkur haft metnað til að setja upp vandaðar sýningar með veglegum hætti. Það sést í sjóræningjaskipið í hafnarkjaftinum í byrjun mars þegar verkið verður frumsýnt. Líttu ævintýrið eigin augum og komdu með í skemmtilegt ferðalag.
Meðfylgjandi myndir tók Hjálmar Bogi Hafliðason á æfingu.
Smelltu á myndina til að sjá fleiri myndir og umfjöllun
Sjóræningjaprinsessan
-
Bót og betrun
Verkið fjallar um Eric Swan sem grípur til þess ráðs að svíkja fé út úr félagsmálakerfinu, eftir að hann missir vinnuna. Svindlið fer hins vegar úr böndunum og þá hyggst okkar maður gera bót og betrun en kemst að því að það er oft erfiðara að losna af bótum en að komast á þær. Hann er fastur í eigin lygavef, fulltrúar Félagsmálastofnunar sækja að honum úr öllum áttum, eiginkonan er full grunsemda og vandinn vex með hverri viðleitni hans til að snúa við blaðinu.
Bót og betrun
-
SG hljómplötur – umslag (bakhlið)
Dýrin í Hálsaskógi
Marteinn er minnsta dýrið í Hálsaskógi, en þó hann sé lítill þá er hann bæði hygginn og gætinn. Hann safnar hnetum og könglum og hugsar fyrir morgundeginum.
En besti vinur Marteins, Lilli klifurmús er allt öðruvísi. Hann lifir fyrir líðandi stund, semur lög og syngur og spilar á gítarinn sinn.
Í Hálsaskógi eiga Bangsapabbi og Bangsamamma líka heima og einnig Bangsi litli. Þar má einnig finna Hérastubb bakara og Bakaradrenginn. Og einnig Ömmu skógarmús sem er amma Marteins, og þar á Patti broddgöltur líka heima og mörg fleiri dýr.
Sum dýrin eru góð, en önnur eru ekki góð og þeirra verst er refurinn. Hann læðist á milli runnanna og syngur refavísurnar sínar og hugsar um það eitt að borða þá sem eru minni en hann.
En það er ekki æskilegt að sífellt skuli vera ófriður í skóginum, og dag nokkurn fóru Lilli klifurmús og Marteinn skógarmús til Bangsapabba og kvörtuðu undan þessu. Bangsapabbi kallaði öll dýr skógarins saman til fundar þar sem þau fengu að heyra lög, sem Marteinn skógarmús las upp og þau voru þannig:
- Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
- Ekkert dýr má borða annað dýr
- Sá, sem er latur og nennir ekki að afla sér matar, má ekki taka mat frá öðrum.
Texti af umslagi hljómplötunnar Dýrin í Hálsaskógi – SG hljómplötur
Það gerist margt skemmtilegt og spennandi í leikritinu Dýrin í Hálsaskógi, enda er það eitthvert allra vinsælasta barnaleikrit síðustu áratuga. En við ætlum ekkert að ljóstra upp um söguþráðinn hér.
Sagan um dýrin í Hálsaskógi kom fyrst fyrir eyru almennings í barnatímum í norska útvarpinu um miðja síðustu öld, en Egner kom að þessum barnatímum um árabil. Árið 1953 kom sagan fyrst út á prenti, myndskreitt af höfundi sjálfum. Egner gerði síðan leikrit úr sögunni sem sýnt var árið 1959 sem brúðuleikhús, og tónlistina gerði hann í samvinnu við norska tónskáldið Christian Hartmann.
Árið 1962 var leikritið tekið frumsýnt í Þjóðleikhúsinu og var það fysta sýning verksins í heiminum þar sem leikarar fóru með hlutverk. Árið 1966 var sýning Þjóðleikhússins hljóðrituð í Ríkisútvarpinu og gefin út af SG hljómplötum.
Góða skemmtun!
Heimildir:
Dýrin í Hálsaskógi
-
viðtali við 640.is sögðu leikstjórarnir um þessa uppsetningu:
Sitji Guðs englar
Leikárið 2013-2014 setti Leikfélag Húsavíkur upp leikritið Sitji Guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikgerð Illuga Jökulssonar. Leikstjórar voru Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson en að sýningunni kom stór hópur leikara á öllum aldri auk alls þess góða fólks sem sá um tónlist, leikmynd, leikmuni, förðun, hljóð, lýsingu og annað sem fylgir slíkri uppsetningu.
Í
„Sitji guðs englar fjallar um fátæka og barnmarga fjölskyldu í íslensku sjávarþorpi á hernámsárunum og við sjáum lífið á þessum árum gegnum augu barnanna. Hinar og þessar uppákomur verða í lífi þessara barna, sumar fyndnar og skemmtilegar og aðrar mjög sorglegar. Svolítið eins og lífið er enn í dag“,
„Þessir krakkar sem eru að stíga á svið í fyrsta skipti eru ótrúlegir og það er hreinlega eins og þau hafi aldrei gert annað en að leika. Æfingatímabilið hefur verið frekar stutt miðað við hvað þetta er flókin sýning og mannmörg en með svona hæfileikafólk á sviðinu er það lítið mál. Leikfélag Húsavíkur þarf ekki að kvíða framtíðinni með þetta fólk innanborðs ásamt öllum reynsluboltunum“.
„Leikmyndin ein og sér er náttúrulega bara listaverk. Allt í einu er litla sviðið í Samkomuhúsinu orðið að heilu þorpi. Það er hann Sveinbjörn Magnússon sem á mestan heiðurinn að leikmyndinni. Við komum með óskir um hitt og þetta og hann hannaði svo og smíðaði með aðstoð smíðaflokksins síns. Miklir snillingar þar á ferð. Svo fengum við ómetanlega hjálp frá Norðursiglingu og Sigurði Narfa tökumanni til að taka upp þessar stuttu senur sem gerast úti á sjó og varpað er á vegginn“.
„Annars hafa þetta bara verið dásamlega skemmtilegar vikur með frábæru fólki, bæði á sviðinu og utan sviðs. Það má alls ekki gleymast að Leikfélagið á frábært hæfileikafólk á öllum sviðum, ekki bara leikara og tónlistarfólk heldur líka leikmyndahönnuði, búninga- hár- og snyrtimeistara, leikmunasnillinga, kaffiuppáhellara, málara, ljósa- og hljóð hönnuði. Án þessa fólks væru leikarar ansi tómhentir, hálfberir í kolniðamyrkri og þögn. Og banhungraðir“.
„Við getum lofað góðri skemmtun í leikhúsinu. Þetta er falleg, fyndin, sorgleg og hugljúf sýning sem öll fjölskyldan getur notið saman“.
Sitji Guðs englar
-
www.640.is- Húsavík verður höfuðborg ástarinnar
Ást
Söngleikurinn Ást eftir þá Vesturportsfélaga Gísla Örn Garðarsson og Víking Kristjánsson var settur upp haustið 2012 í leikstjórn Jakobs S. Jónssonar og tónlistarstjórn Knúts Emils Jónassonar. Leikmyndin var í höndum listasmiða Leikfélagsins, þeirra Einars Halldórs Einarssonar og Sveinbjörns Magnússonar “Bróa”.
Söngleikurinn ást er íslensk saga, fjörleg og skemmtileg, en með alvarlegum undirtón. Um tuttugu leikarar tóku þátt í sýningunni ásamt þriggja manna hljómsveit en fjöldi þekktra íslenskra og erlendra sönglaga fléttast inn í atburðarás verksins. Sýningar stóðu fram í lok janúar.
- Ást í fjölmiðlum:
- 7. ágúst 2012:
-
Brennuvargarnir
Brennuvargarnir
-
Karíus og Baktus
Karíus og Baktus
