...

...

VELKOMIN Í LEIKHÚS HÚSAVÍKUR

Fyrri sýningar

Skoða

SMIÐJUR LH

Leiklist I og II

Um leiðbeinandann:

Karen Erludóttir starfar í íbúðarkjarnanum Vík en hefur einnig mikið unnið sem leikstjóri, leiklistarkennari og skrifað nokkur handrit undanfarin 7 ár. En Karen sótti háskólanám í Los Angeles þar sem hún vann sér inn gráðu í leiklist frá New York Film Academy árið 2018. Síðan hún flutti heim hefur hún alltaf verið með annan fótinn í leikhúsinu og þá sérstaklega með unga fólkinu í bænum okkar. Henni líður hvergi betur en í leikhúsinu og er stöðugt að afla sér frekari þekkingar þegar kemur að leiklistinni og langar nú að miðla þeirri þekkingu áfram.


Um byrjendanámskeiðið:

Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði í list leikarans. Lögð verður áhersla á radd- og líkamsbeitingu, orku, einlægni og samband leikarans við mótleikara og áhorfendur. Unnið verður mikið í gegnum leiki og æfingar til að losa um hömlur, stíga út fyrir þægindarammann og efla sjálfstraust. Að lokum verður gróflega farið yfir handrits- og persónugreiningar. Námskeiðið hentar bæði þeim sem hafa brennandi áhuga á að leika en einnig þeim sem vilja nota aðferðir leiklistarinnar til að blómstra í lífinu.


Námskeiðið verður haldið í Fiskifjöru helgina 21.-23. nóvember.
Föstudagur kl. 20 - 22

Laugardagur kl. 10 - 15

Sunnudagur kl. 10 - 15


Um námskeiðið fyrir lengra komna:

Farið verður gróflega yfir grunnatriði í list leikarans en aðal áherslan verður á senuvinnu, karakterssköpun og mismunandi leiðir til að nálgast karakter skoðaðar, hvernig byggjum við persónur og líkömnum þær? Unnið verður mikið með leiki og æfingar til að prófa sig áfram með hinar ýmsu aðferðir. Að lokum verður gróflega farið yfir spuna og hvernig við getum notað hann til að efla okkur sem leikara. Námskeiðið hentar þeim sem langar að dýpka þekkingu sína á leiklistinni og finna sinn farveg í átt að því að standa sig enn betur á sviðinu en áður.


Námskeiðið verður haldið í Fiskifjöru helgina 28.-30. nóvember. 

Föstudagur kl. 20 - 22

Laugardagur kl. 10 - 15

Sunnudagur kl. 10 - 15



Contact Us

Smiðjur LH

Leikfélag Húsavíkur stendur fyrir smiðjum veturinn 2025-2026 þar sem áhugasamir geta kynnt sér þau ýmsu störf sem eiga sér stað í leikhúsi!

Við höfum áhuga á að bjóða uppá smiðjur í handritsgerð, tónlist, tækni, markaðsmálum, sýninga- og aðstoðarleikstjórn, leiklist, söng, hári og sminki, leikmunum, búningum og leikmynd.
Þetta stendur allt til í vetur. Fylgstu með.


Skráning á netfangi LH [email protected]

Sæl öll

Í kvöld var haldinn aðalfundur Leikfélags Húsavíkur. Hann sátu 30 félagsmenn. Í kvöld gegnu 11 nýjir félagar í félagið og eru það bæði einstaklingar sem hafa verið í starfinu áður en flest sem gengu í félagið eru ung og upprennandi. Spennandi tímar framundan eins og alltaf.


Nýja stjórn skipa

Helga Sveinbjörnsdóttir - formaður

Unnur Lilja Erlingsdóttir - stjórn

Karen Erludóttir - stjórn

Helga Sigurjónsdóttir - stjórn

Katla Marín Þorkelsdóttir - stjórn


Daníel Máni Einarsson - varastjórn

Margrét Inga Sigurðardóttir - varastjórn

Agnes Lilja Jóakimsdóttir - varastjórn


Stjórn mun hittast í næstu viku og skipta með sér verkum.


Með gleði í hug og hjarta

Stjórn LH